Bćkur

Lafleur

Benedikt S. LAFLEUR :  Rithöfundur.

 

   Benedikt Sigurđsson er fćddur 10. Júní 1965 í Reykjavík, en síđastliđin ár hefur hann veriđ búsettur í París, ţar sem hann vinnur viđ ritsmíđar og myndlist undir nafninu Benedikt S. Lafleur.

   Eftir Benedikt liggja hátt á ţriđja tug skáldverka, ljóđa, smásagna, leikrita og skáldsagna. Mörg ţeirra bíđa enn útgáfu en fjölmargar greinar hafa birst eftir Benedikt í íslenskum dagblöđum og tímaritum og sex ritverk hafa ţegar veriđ gefin út.

   Benedikt hefur sjálfur myndskreytt allar sínar bćkur og  skipta teikningar hans og önnur myndverk hundruđum. Listamađurinn hefur haldiđ hátt á annan tug myndlistarsýningar, einkum í París en einnig á Íslandi. Hér verđur fjallađ um rithöfundinn. 

 

Ţróun :

   Benedikt Sigurđsson var einn ţriggja stofnenda bókmenntafyrirbćrisins Andblćr ásamt Bjarna Bjarnasyni rithöfundi og Gunnari Ţorra sem lagđi til pláss. Andblćr stóđ í upphafi fyrir upplestrarkvöldum sem ýmsir mćtir rithöfundur tóku ţátt í, eins og: Jón Óskar, Baldur Óskarsson, Óskar Árni, Magnús Gezzon, Ágúst Borgţór, Gerđur Kristný, Margrét Lóa, Bjarni Bjarnason, Steinunn Ásmundsdóttir, Baldur Gunnarsson, Benedikt sjálfur og margir fleiri. Upp úr ţessari blómlegu bókmenningu spratt loks tímaritiđ Andblćr.

 

   Benedikt stóđ fyrir útgáfu á afmćlisriti Hressingarskálans, sem hefur ađ geyma ljóđ og smásögur eftir bćđi ung og aldin skáld, sum hver hafa hlotiđ landsfrćgđ síđan.

 

   Skömmu seinna flutti Benedikt til Parísar og fylgdi listköllun sinni ţar, en síđustu ár hefur hann ýmist dvaliđ á Íslandi og í Frakklandi. Benedikt hefur unniđ ađ ritsmíđum á ţremur tungumálum, íslensku, frönsku og ensku, ţó mest á íslenska tungu.

   Benedikt var fulltrúi Íslands á alţjóđlegri listahátíđ í Montmartre, París og las ţar ljóđ á íslensku og ensku, sum voru ţýdd yfir á frönsku. Sérstök bók var gefin út ađ ţessu tilefni.

 

   Ferill :

   Útgefin verk á íslensku, ensku og frönsku:

 

1. Ný Útópía?  Greinasafn. Ágóđinn rann til líknarmála. Útg. 1992 af Kiwanisklúbbnum Kötlu.

2. Sexolution. Erótískur prósi og ljóđ. Stutt saga í sex sjálfstćđum      köflum, ásamt myndskreytingum eftir höfund. Útg.1996 af Minerva Press, London.

3. PapillonsVoltigeurs. Eđa Flögrandi fiđrildi. Dagatal fyrir áriđ 2000, međ myndskreytingum eftir höfund og frumsamin ljóđ á frönsku. Útg. Promoprint. París.

4. Í hugsunarleysi tímanna... Úrval ljóđabullstilrauna. Tilraunir međ ósjálfráđa skrift eđa hugsun án ígrundunar ásamt inngangi og myndskreytingum eftir höfund. Útg. Lafleur. 2002. Prentun: Háskólafjölritun.

5. Í blóđsporum skálds. 39 smásögur í ţremur hlutum međ myndskreytingum. Útg. Lafleur. 2002. Prentun: Háskólafjölritun.

6.  Du Cactus aux Etoiles.  Ţjóđfélagsádeila á nútímamanninn međ 38 myndum um kaktusinn. Útg. Société des Ecrivains. 2003. París.

7.  Sundlaugarblús. Stutt skáldsaga um ástarraunir í íslenskri sundlaug. Útg. Lafleur. 2004. Prentun: Prentgarđur/Litróf.

8. Fantasíur og ljóđmyndir. I. bindi: Eldglćringar í sápukúlum.

 Lýrísk skáldsaga og smásaga í prósa ljóđum. Útg. Lafleur. 2004. Prentun: Prentgarđur/Leturprent.

9. Fantasíur og ljóđmyndir. II. bindi: Sólris í hringhendingum.

Stuttir lýrískir textar; ljóđ, hugleiđingar, smásögur. Útg. Lafleur. 2005. Prentun: Prentgarđur/Leturprent.

10. Fantasíur og ljóđmyndir. III. bindi: Brotlending. Skáldsaga. Útg. Lafleur. 2005. Prentun: Leturprent

Dýrasögur fyrir börn á öllum aldri. I. bindi. Ásamt myndskreytingum. Útg. Lafleur. 2005. Prentun: Leturprent.

12.  Dýrasögur fyrir börn á öllum aldri. II. bindi. Ásamt myndskreytingum. Útg. Lafleur. 2006. Prentun: GuđjónÓ.

13. Ný sýn í pólitík. Hugleiđingar um íslensk stjórnmál. Ásamt myndskreytingum eftir Hermínu Dóru Ólafsdóttur. Útg. Lafleur. 2007. Prentun: GuđjónÓ.

 

             Óútgefin verk á íslensku, frönsku og ensku :

          A. Á íslensku :

 

7. Sundlaugarblús. Stutt skáldsaga um ástarraunir í íslenskri sundlaug.

 

8. Dýrasögur fyrir börn á öllum aldri.  Ásamt myndskreytingum.

 

 9.  Rauđa epliđ safaríka.  Leikrit.

 

 10. Fantasíur og ljóđmyndir. I. bindi: Eldglćringar í sápukúlum.

 Lýrísk skáldsaga og smásaga í prósa ljóđum, myndskreyttar.

 

 11. Fantasíur og ljóđmyndir. II. bindi: Sólris í hringhendingum.

Stuttir lýrískir textar; ljóđ, hugleiđingar, smásögur.

 

12. Fantasíur og ljóđmyndir. III. bindi: Brotlending. Skáldsaga.

 

13. Fantasíur og ljóđmyndir. IV. bindi: Hljómkviđur orđsjáandans. Ljóđ í músíkmyndum.

 

14. Fantasíur og ljóđmyndir. V. bindi: Örlagateningur á blásilfurţrćđi.  Skáldsaga.

 

          15. Dagur Nútímans. Skáldsaga.

 

16. Útópíulausn. Greinasafniđ Ný Útópía, ađ viđbćttum greinum.

 

17. Himnadjásnir. Prósaljóđ ásamt myndskreytingum.

 

 

              B. Á frönsku:

 

18. Paradoxes I :  La Psychothérapie. Skáldsaga.

 

19. Papillons Voltigeurs. Ljóđ ásamt teikningum.

 

20. Caravousa …  Tilraunir međ ósjálfráđa skrift.

 

21. Partitions du Paradis. Stuttir textar um paradísina og hamingjuna, ásamt myndskreytingum eftir höfund.

 

 

             Á ensku:

 

22. Pink for Paradise. Skáldsaga á ensku.

 

23. Love as Religion. Prósaljóđ ásamt myndskreytingum.