Myndverk

Lafleur

Benedikt S. LAFLEUR :  Myndlistarmaður

 

   Benedikt Sigurðsson er borinn og barnfæddur 10. Júní, 1965 í Reykjavík. Hann er nú að mestu búsettur í París og starfar þar við ritstörf og myndlist undir nafninu Benedikt S. Lafleur.

   Eftir Benedikt liggja á annan tug skáldverka og greina, bæði á íslensku, ensku og frönsku. En Benedikt hefur verið jafnframt stórvirkur í myndlist og staðið fyrir tugi myndlistarsýninga. Einkum í París, en einnig á Íslandi. Benedikt var fulltrúi Íslands á alþjóðlegri listahátíð í Montmartre árið 2000 sýndi þar fimm myndverk og las upp ljóð á íslensku og frönsku. Þá tók hann þátt í Listasumri 2002 á Akureyri og sýndi þar í fyrsta sinn myndaskúlptúra sína. Hér verður fjallað um myndlistarmanninn. 

 

   Þróun :

   Benedikt hefur þróað mjög myndsköpun sína frá því hann fékkst fyrst við myndskreytingu eigin bóka og notast þar við bæði nýja og fjölbreytilega tækni, eins og tússpenslamálun á pappír, sérstaka glermálun og blöndu af akrýlík og alcyde olíumálun á striga.

   Nú síðast hefur hin undirmeðvitaða krafa listamannsins fundið sér nýja leið í eins konar myndaskúlptúrum. Benedikt reið á vaðið með sýninguna: Öld vatnsberans – minni konunnar, þar sem hann brýtur upp hina hefðbundnu beinu línur og sagar út viðarplötur eftir bogadregnum mynstrum í öllum stærðum og gerðum. Því næst límir hann grunnaðan striga á plöturnar með hjálp pressu áður en hann hefst handa við að mála á hann. Hér notar listamaðurinn nær eingöngu olíuliti.   

 

   Ferill :

   Útgáfur …

1996. Myndskreytingar í erótíska ljóðakverinu Sexolution, útg. Minerva Press – LONDON.

1998. Útg. á póstkortum, prentuð eftir myndverkum höfundar; úr seríunni: Sögufrægar byggingar í París. PARÍS.

1999. Útg. á dagatali;  úr seríunni:  Papillons Voltigeurs eða Flögrandi Fiðrildi. PARÍS.

2003. Útgáfa á myndabókinni:  Du Cactus aux Etoiles eða Frá Kaktusnum til Stjarnanna. 

 

Kennsla …

Frá haustinu 1999 til haustsins 2000 kenndi listamaður myndmennt við  Marymount school. Neuilly.

 

Sýningar …

1994. Fiskur á móti straumi. Freskur í salarkynnum Andblæs. Reykjavík. 

1997. Náttúrulífsmyndir. Listasamtökin AAAQAE. Opnar vinnustofur. Listamannahverfið í Ermont. Val d’Oise.

1997. Myndir af sögufrægum byggingum í París. Oxygène, Ermont.

1997. Textar við olíuverk á striga eftir Noriko Yamamoto. Oxygène. Val d´Oise. 

1999. Óður til frumbyggja Ástralíu & Myndir af sögufrægum byggingum í París. L’atelier Z – ASAC. PARÍS.

2000. Myndir af sögufrægum byggingum í París. Bijoux pour Tous. PARÍS.

2000. Óður til frumbyggja Ástralíu. Coco. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði. Galerie Job’Art. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði. Listasýning í Marymount school. Neuilly.

2000. Paradísartilbrigði & Sögufrægar byggingar í París & Fantasíur af íslenskum Geysi. Í tilefni af árinu 2000. L’atelier Z – ASAC. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði. Námsmiðstöðin : L’ACMP. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði. Galerie Artitude. PARÍS.

2000. Mósaíkhringir og Konuflug. Trjágreinalist. Akrýlmálning á striga sem hengdir eru á trjágreinar við Place des Abbesses, Montmartre. PARÍS 

2000. Paradísartilbrigði. Drôles de Dames. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði & Indíánum er skemmt. Sem og ýmis glerverk; málað á flöskur og diska. Galerie Artitude. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði. 3ja alþjóðlega listahátíðin “Montmartre en Europe”. Á vegum UVA, menningarnefndarinnar í Montmartre. PARÍS.

Benedikt var einn af fulltrúum Íslands á myndlistarsýningu hátíðarinnar.

2000. Þrjú myndverk: Indíánum er skemmt. En einkum glerverk; málað á flöskur, diska, glös. Uppskeruhátíð í Montmartre. PARÍS.

2000. Paradísartilbrigði & Ýmis glerverk. Einkasýning.

Selið. Gallerí Reykjavík. ÍSLAND.

2001. Flugfiskur í mósaík. Olíuverk. Ásamt ýmsum glerverkum. Einkasýning. Gallerí Reykjavík. ÍSLAND.

2002. Hringrás lífkeðjunnar. Olíuverk. Einkasýning. Mokka. Reykjavík. ÍSLAND.

2002. Listasumar á Akureyri.

Öld Vatnsberans – minni konunnar. Myndaskúlptúrar málaðir með olíu á striga og viðarplötur. Einkasýning. Listagil. Deiglan. Akureyri. ÍSLAND.

2002. Öld Vatnsberans – minni konunnar. Myndaskúlptúrar. Einkasýning. Eden, Hveragerði. ÍSLAND.

2002. Glernámskeið fyrir glerlistakennara. Kynning á nýrri glermálningu sem Benedikt S. Lafleur hefur þróað í list sinni á undanförnum árum. Skipulagt í samvinnu við fyrirtækið Bugt. Apótekið. Reykjavík. ÍSLAND.

2002. Glernámskeið. Einkasýning. Bláa Kannan. Akureyri. ÍSLAND.

2002. Glerlist og Mósaík. Glerskúlptúr í mósaík og ýmis glerverk, glös, diskar, vasar o.fl. Listamaður sýnir ásamt nemendum í kjölfar námskeiðs í glermálun. Samsýning. Bláa Kannan. Akureyri. ÍSLAND

2003. Öld Vatnsberans – minni konunnar. Myndaskúlptúrar. Einkasýning. Caffé Kúlture, Alþjóðahúsinu. Reykjavík. ÍSLAND.

2003. Öld Vatnsberans – minni konunnar. Myndaskúltúrar. Einkasýning. Listasafn Borgarness, Safnahús. Borgarbyggð. ÍSLAND.

2003. Raunverulegar rætur Kaktussins. Í tilefni af útgáfu bókarinnar Du Cactus aux Etoiles. Myndaskúlptúrar undir nafninu: Spor Kaktussins og nokkrar myndir úr bókinni. Communic´art, Galerie Jardin. PARIS. 

2003. Nýja landmótskenningin. Myndaskúlptúr ásamt innsetningunni: Hvíti indíáninn. Hús málaranna. Seltjarnarnes. ÍSLAND.

2004. Nýja landmótskenningin. Myndaskúlptúr ásamt innsetningunni: Hvíti indíáninn. Tjarnarsalur í Ráðhúsi Reykjavíkur. ÍSLAND.

2004. Landslag í mótun. Myndaskúlptúr, innsetning (Hvíti indíáninn), glerverk. Félag íslenskrar grafíkur, Hafnarhús. Reykjavík. ÍSLAND

2005. Myndaskúlptúr og glerverk. Listasetur Lafleur, (opnun). Reykjavík. ÍSLAND.

2006. Myndaskúlptúr og glerverk. Listasetur Lafleur,Reykjavík. ÍSLAND.

 

Eftirtalin verk eru í eigu eftirtaldra aðila:

Vélin og maðurinn tilheyrir Listasafni Landsbankans og er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.

Getnaður og Fæðing (2 sjálfstæð verk) eru í eigu Kvennasviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss.

Óbyggt verndarsvæði tilheyrir Háskólafjölritun ehf. og er í eigu Sigurðar Haraldssonar.